Forsa

Öflugt foreldrafélag er í skólahljómsveit Austurbæjar. Markmið félagsins er að efla og tryggja samstarf foreldra og hljómsveitarinnar og skipuleggja og halda utan um fjáröflunarstarf hljómsveitarinnar.

Foreldrafélagið heldur utan um ferðanefnd og fleira til að aðstoða nemendur að ferðast með hljómveitinni. Það er t.d. hefð fyrir því að C sveit fari til útlanda annað hvert ár.

Stjórn félagsins:

Brynjar Örvarsson, formaður
Eva Ósk Ármannsdóttir, ritari
Jóhanna Garðarsdóttir
Martha Ricart
Rannveig Sverrisdóttir
Ulrike Diana Malsch

Netföng: forsagjaldkeri@gmail.com og stjornforsa@gmail.com.

Hér getur þú séð lög félagsins og fundi og skýrslur.