Tréblásturshljóðfæri

ÞVERFLAUTA


Myndband með flautunni

Algengast er að nemendur hefji þverflautunám 8–10 ára gamlir þó að dæmi séu um að nám hefjist fyrr. Ungum nemendum reynist oft erfitt að halda á þverflautu. Byrji nemendur mjög er nauðsynlegt að nota þverflautu með bognu munnstykki. Mikilvægt er að nemandinn læri strax í upphafi að beita líkamanum á eðlilegan hátt og nái að halda flautunni í jafnvægi án áreynslu. Góð líkamsstaða stuðlar m.a. að opnum og óþvinguðum tóni. Í þverflautufjölskyldunni eru fjórar flautur: piccoloflauta, c-flauta (venjuleg flauta), altflauta í g og bassaflauta í c. Enn dýpri flautur eru til en eru afar sjaldgæfar. Í framhaldsnámi er æskilegt að nemandinn fái að kynnast piccoloflautunni enda er hún mikið notuð bæði í sinfóníuhljómsveitum og lúðrasveitum. Einnig getur verið gott að kynnast altflautunni en hún er einkum notuð í 20. aldar tónlist.

ÓBÓ

 

Myndband með óbóinu

Þegar borinn er saman fjöldi nemenda í óbóleik og nemendafjöldi á flest önnur blásturshljóðfæri kemur óneitanlega í ljós að óbóið hefur verið eftirbátur. Margar skýringar eru á þessu, svo sem fæð góðra hljóðfæra, hátt verð á byrjendahljóðfærum og ef til vill ónóg kynning á þessu söng- ræna hljóðfæri. Algengast er að nám í óbóleik hefjist þegar nemendur eru 9 til 12 ára, þó að allmörg dæmi séu þess að nemendur hafi byrjað fyrr. Telji kennari að nemandi hafi ekki næga líkamsburði til að leika á óbó má brúa bilið með öðru hljóðfæri um stundarsakir. Nám á óbó er lítt frábrugðið námi á önnur hljóðfæri. Þó hlýtur að verða að geta um óbóblaðið, eða tóngjafann, sem með sanni má segja að gegni stóru hlutverki í framgangi námsins. Því er mikilvægt að nemandinn njóti góðrar aðstoðar og leiðsagnar í meðferð óbóblaðsins. Á efri stigum námsins er mikilvægt að nemandinn fái þjálfun í blaðasmíði ef þess er nokkur kostur. Systurhljóðfæri óbósins eru englahornið (Cor Anglais) og óbó d’amore. Bæði þessi hljóðfæri lifa sjálfstæðu lífi í tónbókmenntunum og er því mikilvægt að nemendur kynnist þeim af eigin raun ef mögulegt er.

KLARINETT

Myndband með klarinettinu

Klarínettan er mjög fjölhæft hljóðfæri. Hún er einkum notuð í klassískri tónlist en einnig í margs konar annarri tónlist. Tónsviðið er mikið — tæplega fjórar áttundir — og styrkleikasviðið einnig mjög breitt. Klarí- nettufjölskyldan er stór, 12 hljóðfæri talsins: As-sópranínóklarínetta, Es- sópranklarínetta, D-, C-, B-, A-klarínettur, A-bassetklarínetta, F-basset- horn, Es-altklarínetta, B-bassaklarínetta, Es-kontraaltklarínetta og B-kontrabassaklarínetta. Tónsvið klarínettufjölskyldunnar nær yfir um það bil sjö áttundir alls. Langalgengust þessara hljóðfæra er B-klarínettan en mikill meirihluti klarínettunemenda byrjar að læra á það hljóðfæri. A-klarínettan er oft notuð í klassískri tónlist og er því nauðsynleg langt komnum nemendum og atvinnuhljóðfæraleikurum. Einnig er æskilegt að nemendur á efri stigum kynnist og sérhæfi sig e.t.v. á eitthvert eftir- talinna hljóðfæra: Es-sópran, bassaklarínettu og bassethorn. Flest börn geta hafið nám á B-klarínettu um 8–9 ára gömul, þó fer það eftir líkamsburðum og fingrastærð hvers og eins. Einnig eru fáanleg minni hljóðfæri, léttar og meðfærilegar C-klarínettur sem gefa nemendum möguleika á að byrja nokkru fyrr, eða um 7 ára aldur. Þeir sem byrja að læra á slík hljóðfæri geta síðan skipt yfir á venjulega B-klarínettu.

FAGOTT

 

Myndband með fagottinu

Fagottið er stórt hljóðfæri og þurfa nemendur að hafa náð vissum líkam- legum þroska til að ráða við það. Þetta á sérstaklega við um hendur sem þurfa að hafa náð lágmarksstærð. Til að hefja nám á fagott þarf nemandi yfirleitt að hafa náð 12–13 ára aldri. Mörg dæmi eru þó um að nemend- ur byrji eldri en þetta að læra á fagott með góðum árangri en þá er mjög æskilegt að nemandinn hafi lært á annað hljóðfæri áður. Hið sama gildir um þá sem yngri eru. Mælt er með að nemendur, sem hyggjast leika á fagott, læri á annað hljóðfæri áður til þess meðal annars að þjálfast í nótnalestri. Fjórtán til fimmtán ára nemandi, sem lokið hefur t.d. grunnprófi eða miðprófi á annað hljóðfæri og skiptir yfir á fagott, er mjög fljótur að verða liðtækur í alls konar samspili. Ekki er hægt að mæla með neinu sérstöku byrjunar- hljóðfæri. Klarínetta og þverflauta eru algengust þótt mörg dæmi séu um að píanó- eða strengjanemendur skipti yfir á fagott með góðum ár- angri. Þar sem fagottið er dýrt hljóðfæri er algengast að tónlistarskólar eigi hljóðfæri fyrir þá sem eru að hefja fagottnám. Fagott eru ýmist gerð úr tré eða plasti, plasthljóðfærin eru ódýrari og því heppileg sem skólahljóðfæri. Öll fagott eru af sömu stærð en til eru fagott sem hönnuð erufyrir smáar hendur og því góð fyrir yngstu nemendurna. Kontrafagott er mun stærra en fagottið, æskilegt er að nemendur kynnist því á síðari stigum námsins. Fagottið er einkum notað í sinfóníuhljómsveitum, lúðrasveitum og alls konar kammertónlist.

SAXÓFÓNN

 

Myndband með saxinum

Nám á saxófón getur hafist þegar nemendur hafa líkamlega burði til að leika á og ferðast með hljóðfærið. Algengast er að saxófónnám hefjist þegar nemendur eru 10–12 ára gamlir þó að dæmi séu þess að nemend- ur hafi byrjað fyrr. Oft þykir æskilegt að nemendur læri á annað minna og meðfærilegra tréblásturshljóðfæri fyrst og skipti svo þegar kennar- inn telur henta. Þetta getur verið heppilegt en er þó alls ekki nauðsyn- legt. Algengustu meðlimir saxófónfjölskyldunnar eru sópran-, alt-, tenór- og barítónsaxófónar. Megnið af klassískum tónbókmenntum saxófónsins er skrifað fyrir alt- saxófón. Algengast er því að nemendur læri á það hljóðfæri, einkum þeir sem áhuga hafa á klassískri tónlist. Nemendur, sem hyggja á fram- haldsnám í saxófónleik á klassísku sviði, ættu að nota altsaxófón sem aðalhljóðfæri, a.m.k. frá miðprófi.Val á saxófóni er ekki í jafn föstum skorðum þegar kemur að djass-, popp- og rokktónlist. Nemendur, sem leggja áherslu á slíka tónlist, geta haft hvaða saxófón sem er sem aðalhljóðfæri en alt- og tenórsaxófónar eru þó algengastir. Nám í djass-, popp- og rokktónlist fer fram sam- kvæmt námskrá í rytmískri tónlist. Öllum saxófónnemendum er hollt að kynnast fleiri en einum af meðlim- um saxófónfjölskyldunnar einhvern tíma á námsferlinum.