Sagan
Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts var stofnuð veturinn 1968-1969. Í henni eru börn og unglingar úr öllum grunnskólum í Árbæjar- og Breiðholtshverfum. Aðsetur er í Breiðholtsskóla, en kennsla í einkatímum fer einnig fram í öllum grunnskólum í Árbæ og Breiðholti. 

 

Kennsla – fyrirkomulag

Þegar nemandi hefur  nám hjá skólahljómsveitinni fær hann 50 mínútna einkakennslu hjá sínum hljóðfærakennara á viku. Kennslan fer oftast fram í grunnskóla barnsin. Eftir fyrstu tvö árin eykst kennslan í 60 mínútur á viku. Nemandi byrjar í A-sveit en færist upp í B-sveit eftir fyrstu tvö árin. Meginreglan er að nemendur séu í A-sveit í 3.-5. bekk, B-sveit í 6.-7. bekk og í C-sveit frá 8.-10. bekk.