Starfsfólk

Viltu hafa samband? 
Hér getur þú séð meira um hljómsveitastjóra og kennara

Kennsla og námsmat

Aðalfag allra í Skólahljómsveit Austurbæjar er samspil í hljómsveitinni. Hljómsveitirnar skiptast í A, B og C hljómsveit eftir getu og aldri.
Nemendur fá einkatíma á sitt hljóðfæri og byrja svo í hljómsveitinni þegar þeir hafa náð grunntökum á hljóðfærið. Þegar komið er upp í B sveit hefst einnig tónfræðanám sem aukagrein.

Sagan

Skólahljómsveit Austurbæjar var stofnuð árið 1954 og var önnur tveggja fyrstu skólahljómsveita í Reykjavík. Fyrsti stjórnandi sveitarinnar var Karl O. Runólfsson sem starfaði 1954 til 1971. Stefán Þ. Stephensen hóf störf árið 1971 og stjórnaði sveitinni til ársins 2004 þegar Vilborg Jónsdóttir tók við og stjórnaði til ársins 2019. Núverandi stjórnandi er Björg Brjánsdóttir.