Lög foreldrafélagsins

1.gr

Félagið heitir Forsa, heimili þess og varnarþing er í Reykjavík. Foreldrar og forráðamenn barna í Skólahljómsveit Austurbæjar teljast aðilar að félaginu.

2 gr.

Markmið félagsins er að styðja við félagsstarf hljómsveitarinnar. Markmiði félagsins er náð m.a. með því að efla og tryggja samstarf foreldra og hljómsveitarinnar og skipuleggja og halda utan um fjáröflunarstarf hljómsveitarinnar.

3. gr.

Fé sem safnast í fjáröflunum á vegum félagsins skal einungis nýtt til að styðja við félagsstarf hljómsveitarinnar. Hætti barn í hljómsveitinni geta aðstandendur óskað eftir að flytja þá fjármuni sem það hefur safnað til annars meðlims í sveitinni. Ef dýrar ferðir falla niður er stjórn heimilt að endurgreiða börnunum söfnunarfé.

4. gr

Árgjald félagsins skal ákveðið á aðalfundi og skal innheimt á haustmisseri. Miðað er við að eitt árgjald sé greitt á hvert heimili.

5. gr.

Stjórn félagsins skal skipuð 5 – 7 félagsmönnum; formanni, gjaldkera, ritara og 2 – 4 meðstjórnendum. Stjórnarfólk skal kosin til tveggja ára í senn.

6. gr.

Starfstímabil félagsins er allt árið. Reikningsár félagsins er frá 1. september til 31.ágúst.

7. gr.

Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir lok október ár hvert og til hans boðað með a.m.k. 7 daga fyrirvara. Aðalfundur telst löglegur ef til hans er löglega boðað.

Verkefni aðalfundar eru:

  • Skýrsla stjórnar
  • Ársreikningur
  • Kosning stjórnar
  • Kosning skoðunarmanna reikninga
  • Lagabreytingar
  • Árgjald
  • Önnur mál

8. gr

Ákvörðun um slit félagsins verður tekin á aðalfundi með einföldum meirihluta og renna eignir félagsins til Skólahjómsveitar Austurbæjar.