Skólahljómsveit Grafarvogs hefur aðsetur í Húsaskóla, sem stendur við sundlaug Grafarvogs. Við höfum til afnota hluta af 2. hæð í álmunni sem snýr að íþróttahúsinu en hljómsveitaræfingar fara fram í stofu 42/43 á 2. hæð. Gengið er inn um dyr á gaflinum sem snýr að íþróttahúsinu (við bílastæði Húsaskóla við götuna). Hljómsveitin hóf starfsemi 1992 sem sérverkefni á vegum Skólaskrifstofu Reykjavíkur en var formlega stofnuð 21. mars 1993. Hér á heimasíðu okkar er reynt að birta með skýrum hætti þær upplýsingar sem skipta máli fyrir nemendur, foreldra og aðra sem þurfa að leita til okkar.