Í skólahljómsveitunum fá nemendur tækifæri til að koma fram við fjölmörg tækifæri sem tengjast skólastarfinu og viðburðum.
Hlutverk og markmið:
- Stuðla að aukinni hæfni nemenda til að flytja, greina og skapa tónlist og til að hlusta á tónlist og njóta hennar.
- Jafna tækifæri nemenda til tónlistarnáms
- Efla félagsleg samskipti; efla sjálfsaga, samvinnu og sjálfstæð vinnubrögð
- Stuðla að aukinni tónlistarþekkingu og veita nemendum tækifæri til að koma fram
- Stuðla að tónlistaruppeldi annarra ungmenna með því að koma fram á vegum grunnskólanna.
Hvar sæki ég um fyrir barnið mitt í skólahljómsveit?
Þú sækir um fyrir barnið þitt inn á Rafrænni Reykjavík.
Hægt er að sækja um vegna skólaársins 2021-2022 frá 24.mars 2022 til 10. maí en tekið er við umsóknum allt árið.
Námsgjöld fyrir haustönn 2021 eru 15.771 kr og hljóðfæragjald fyrir þá önn 4.779 kr.
Greiða þarf námsgjöld fyrir hverja önn. Hægt er að leigja hljóðfæri hjá sveitunum.
Athugaðu að þú getur nýtt frístundakort Reykjavíkurborgar til þess að greiða hluta skólagjalda.
Um námið og námsmarkmið
Hér eru námsmarkmið í hljóðfæranámi í skólahljómsveitum eftir hljóðfærum og í þrepum:
Námsmarkmið í skólahljómsveitum
Skipulag námsins skólahljómsveitum og framsetning þess hér var unnið af stjórnendum og kennurum í skólahljómsveitum í tengslum við innleiðingu menntastefnu Reykjavíkur.
Hér getur þú lesið aðalnámskrá tónlistaskóla á vef menntamálaráðuneytisins:
Námskrá